Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton endurskoðun ehf. skilaði 61,8 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 34,3 milljóna króna hagnað árið 2012.

Ársreikningur félagsins er samandreginn, þannig að ekki er hægt að sjá hver velta fyrirtækisins var, en hagnaður fyrir afskriftir nam 74,9 milljónum króna, en var 40,4 milljónir árið 2012.

Eignir félagsins námu 254,2 milljónum króna um síðustu áramót og þar af námu viðskiptakröfur 206,6 milljónum. Skuldir námu 78,2 milljónum og eigið fé nam 176 milljónum króna.

Grant Thornton er að stærstum hluta í eigu Theodórs Sigurbergssonar.