Rekstrartekjur fyrirtækja í þeim greinum sem helst einkenna ferðaþjónustuna jukust um 13% milli áranna og voru þær á síðasta ári 479 milljarðar króna.

Launakostnaður ferðaþjónustugreina hefur aukist um 51 milljarð króna frá árinu 2009 á verðlagi síðasta árs, sem nemur 100% aukningu á tímabilinu.  Þetta kemur fram hjá Hagstofunni .

Frá árunum 2004 til 2015 hafa rekstrartekjur gististaða aukist um rúmlega 42 milljarða króna á verðlagi ársins 2015 sem er ríflega þreföldun. Rekstrartekjurnar voru 61 milljarður króna á síðasta ári, sem er 9,5 milljarða aukning milli ára.

Jafnframt hefur rekstrarhagnaður aukist í ferðaþjónustunni og var hann tæpir sex milljarðar króna fyrir fjármagnsliði árið 2015, en það er aukning um tæplega 900 milljónir frá árinu áður.