Tvöþúsund manna Evrópuþing tannréttingarsérfræðinga verður haldið í Hörpu árið 2013 og er undirbúningur þegar hafinn. Í dag verður blásið til samkomu þar sem Harpa verður kynnt sem ráðstefnuhús á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði en miðað í maí á næsta ári.

Í tilkynningu vegna fundarins í dag kemur fram að ætlunin sé að ná í að minnsta kosti 10 þúsund manna alþjóðlegar ráðstefnur á ári í Hörpu en hver þeirra um sig veltir tugum milljóna króna vegna kaupa á vörum og þjónustu og skapar þjóðinni dýrmætar gjaldeyristekjur.