IBM er með tvær tölvur á topp 10 listanum yfir ofurtölvur en um er að ræða tvær óvenjulegar frumgerðir. ,,Top 500" listinn er birtur með sex mánaða millibili og er byggður á prófi sem nefnist Linpack. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þetta er í fyrsta sinn sem ,,Blue Gene" frumgerðir hafa komist á Topp 10 listann en þess ber að geta að IBM á flestar tölvurnar á topp 500 listanum yfir ofurtölvur, alls 224 hraðvirkustu tölvur í heimi.

Taka skal fram að Blue Gene/L systems nota mun minna pláss og afl heldur en hefðbundnar ofurtölvur.

IBM stefnir á að framleiða frumgerðirnar fyrir almennan markað en þannig verða ofurtölvurnar mun aðgengilegri fyrir fyrirtæki og rannsóknarstofnanir.