Samskiptamiðillinn Twitter setti forstjórann sinn Jack Dorsey óvart í straff. Í gær þá fengu þeir sem reyndu að komast inn á Twitter-síðu stofnendans upp villuskilaboð. Upp spruttu sögusagnir þess efnis að einhver hefði brotist inn á reikning Dorsey. CNN greinir frá.

Eftir að Dorsey komst aftur inn á reikninginn sinn, þá tísti hann því að bannið hafi stafað af vandamálum innanbúðar hjá Twitter. Í kjölfarið rigndi skilaboðum yfir Dorsey, vegna þess að margir almennir notendur hafi einnig lent í þessu vandamáli.

Twitter-bönn eru nokkuð viðkvæmt málefni vestanhans um þessar mundir. Félagsmiðilinn hefur verið í vandræðum vegna hatursorðræðu sem grasserar á miðlinum. Þó eru uppi raddir sem halda uppi merkjum tjáningarfrelsis og vilja ekki að félagsmiðillinn bannar þá sem láta illa.

Árið hefur reynst Twitter strembið en hlutabréf þess hafa fallið um 20% frá byrjun árs. Tilraun til þess að selja fyrirtækið til Google, Disney og Salesforce gekk ekki. Í síðasta mánuði sendi miðilinn frá sér tilkynningu þar sem að koma fram að fyrirtækið hyggðist segja upp hundruðum manns og ætli jafnframt að leggja niður Vine.