Samskiptamiðillinn Twitter mun innan skamms breyta því hvernig forritið telur stafabil í skilaboðum sínu, en eins og notendur þess vita er hámarkslengd skilaboða um þessar mundir 140 bil. Það mun ekki breytast en fyrirtækið hefur hinsvegar ákveðið að hætta að telja myndir og tengla með sem hluta af honum orðafjöldanum sem forritð heimilar nú.

Samkvæmt heimildum Bloomberg fréttaveitunnar um málið er markmiðið með breytingunum að gefa notendum meira frelsi til að semja lengri skilaboð en nettenglar hafa til að mynda talist sem 23 stafabil fram að þessu.

Notendur forritsins mega vænta þess að breytingingarnar taki gildi á næstu tveimur vikum.