Samfélagsmiðillinn Twitter er 10 ára í dag, en félagið var stofnað þann 21. mars 2006 í San Francisco af Evan Williams, Noah Glass, Jack Dorsey og Biz Stone.

Þrátt fyrir háan aldur (í tækniheiminum) þá hefur fyrirtækið aldrei skilað hagnaði og undanfarið hefur það ekki náð þeim vexti sem vonast var til. Fyrirtækið tapaði tveimur milljónum notenda á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og hefur tapað tveimur milljörðum dala síðan árið 2011. Hlutabréf félagsins hafa einnig lækkað um 77% frá hæsta gildi þeirra á jóladag 2013.

Fyrir nokkrum árum var Twitter talinn vera raunhæfur keppinautur fyrir Facebook, en notendur Facebook í dag eru fimm sinnum fleiri en notendur Twitter.