Forsvarsmenn Twitter áforma að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Fjárfestar telja að fyrirtækið sé 10 milljarða tala virði.

Ekki hefur verið gefin út nákvæm tímasetning á því hvenær fyrirtækið yrði skráð né heldur á hvaða gengi það yrði. Áætlað er að tekjur fyrirtækisins í ár verði 583 milljónir dala.

BBC segir að eftirvæntingin eftir þessar skráningu sé mikil. Sú mesta frá því að Facebook fór á markað í fyrra.