Hagnaður samfélagsmiðilsins Twitter fór fram úr væntingum greiningaraðila en fyrirtækið hagnaðist um 1,1 milljarð dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs en til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 100 milljónir dollara á síðasta ári. Hagnaðurinn var sá hæsti í sögu Twitter og umfram rekstrartekjur félagsins. Ástæðan að félagið bókfærði ríflega milljarð dollara vega frestaðra skattgreiðslna. Sé horft framhjá óreglulegum liðum nam hagnaður ársfjórðungsins 37 milljónum dollara.

Tekjur samfélagsmiðlisins námu 841 milljón dollara á ársfjórðungnum en greinendur höfðu gert ráð fyrir 829,1 milljón dollara. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er sögð vera sú að virkum notendum miðilsins hefur fjölgað mikið sem og auglýsingatekjum.

Twitter hefur gefið út að það búist við að tekjur á þriðja ársfjórðungi þessa árs muni nema frá 815 til 875 milljónum dollara. Það býst líka við að rekstrarhagnaður fyrirtækisins muni verða á milli 45 milljónum til 80 milljónum dollara.

Í bréfi til hluthafa sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þeir hafi meðal annars breytt viðmótinu á síðunni. Verð á hlutabréfum í samfélagsmiðlinum hefur hækkað um meira en 32% á þessu ári.