Samfélagsmiðillinn Twitter sendi frá sér tilkynningu í dag um vegna vandræða í kerfisbúnaði miðilsins yrði félagið af tekjum upp á milljónum dollar á þessu ári. Financial Times greinir frá og segir tilkynninguna koma stuttu eftir að félagið hafi neyðst til að viðurkenna að það hafði deild upplýsingum með auglýsendum um notendur án þeirra vitundar.

Hlutabréf í félaginu féllu skart í verði strax eftir tilkynninguna og hafði fallið um 20% við lokun markaða á Íslandi. Nái verðið jafnvægi þar hefur félagið tapað allri verðhækkun hlutabréfa á þessu ári.

Höfuðstöðvar Twitter eru í San Francisco og þar birti félagið uppgjör sitt í gær fyrir þriðja ársfjórðung. Tekjur á fjórðungnum voru tæplega 10% meiri en á sama tímabili í fyrra eða 824 milljónir dollar, sem þó var 50 milljónum minna en greinendur höfðu reiknað með. Hagnaður af rekstri var helmingi minni en í lok sama tímabils á síðasta ári.