Spákaupmenn virðast vera að losa sig við umtalsvert magn af hlutabréfum í Twitter. Seinustu mánuði hafði gengi bréfanna hækkað mikið, en mikill orðrómur var um að Disney eða Salesforce myndu vilja taka félagið yfir.

Í dag tjáði Marc Benioff, forstjóri Salesforce, Financial Times að fyrirtækið myndi ekki henta Salesforce. Þetta er talsverður skellur fyrir þá hluthafa sem höfðu vonast eftir yfirtöku.

Twitter fór á markað í lok árs 2013, bréfin hafa lækkað um rúmlega 60% síðan þá.