Hlutabréfaverð Twitter fer lækkandi á erlendum verðbréfamörkuðum. Gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 3,6% í gær, eða um 65 sent, eftir að tilkynnt var um að fjórir framkvæmdastjórar væru að yfirgefa stöður sínar.

Þá hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um heil 68% síðan það náði hápunkti sinum á síðasta ári. Fjárfestum virðist ekki lítast mjög á blikuna, ef marka má verðlækkunina. Þó er mögulegt að markaðurinn sé aðeins að leiðrétta fyrra ofmat.

Í öllum föllum virðist fjárhagsstaða fyrirtækisins vera mjög góð. Þrátt fyrir að notendaaukning fari dalandi hefur fyrirtækið safnað sér heilum 3,5 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 455 milljörðum íslenskra króna, í reiðufé og fjárfestingar.

Ef fyrirtækið heldur rekstri sínum áfram sem fyrr - sem hefur numi ríflega 8,5 milljóna dala tapi á ári, þá getur rekstur þess haldið áfram næstu 412 árin sleitulaust. Hafa skal í huga að þetta er grófur útreikningur, en ljóst er að eignir fyrirtækisins eru langt um fram rekstrarkostnað þess.