Twitter hefur hlotið merkimiðann „í undirþyngd" hjá Morgan Stanley eftir að fjárfestingarbankinn verðmat fyrirtækið á 24 dali á hlut. Það er dágóð lækkun frá þeim 30 dölum á hlut sem bréfin eru að seljast fyrir á markaðnum núna.

Greiningardeild Morgan Stanley gaf frá sér skæða orðsendingu sem bar titilinn „Augnabliki of seint?" Í henni talar deildin um að notendaaukning Twitter fari dalandi, að notkun fari lækkandi og að auglýsingar séu orðnar of margar.

Hlutabréfaverð Twitter féll um rúm 4% á markaði eftir að orðsendingin var gefin út.