Tekjur Twitter námu 683 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og drógust saman um 19%, samanborið við sama tímabil á fyrra ári. Rekstrartap félagsins (EBIT) nam 124 milljónum dollara samanborið við rekstrarhagnað sem nam 76 milljónum á öðrum ársfjórðungi 2019.

Twitter tapaði hins vegar 1,2 milljarði dollara á fjórðungnum en félagið hagnaðist um 1,1 milljarð dollara á sama tímabili í fyrra. Umfangsmikla tap Twitter, þrátt fyrir rekstrarhagnað, skýrist af því að rúmlega milljarður dollara var skráð sem skattaívilnun hjá félaginu á síðasta árið sem skráð var til baka á þessum fjórðungi.

Notendur síðunnar jukust um 12% á fjórðungnum, töluvert meira en markaðsaðilar höfðu búist við.

Hlutabréf félagsins hækkuðu um 6,12% eftir lokun markaða í gær en hana lækkað um 0,19% það sem af er degi. Bréf félagsins kosta tæplega 37 dollara hvert og er markaðsvirði félagsins um 29 milljarðar dollara.