Stemningin hefur róast mjög innan Landsbankans vegna Twittervargsins sem skotið hefur hverju skeytinu á fætur öðru á bankann undir heitinu NotLandsbankinn, eða Ekki Landsbankinn.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku voru stjórnendur bankans að leita viðkomandi, enda gerðu margir ráð fyrir því að um starfsmann bankans væri að ræða. Nú hefur aðeins slegið á ákafann og áhugi starfsmanna bankans á Ekki Landsbankanum hefur dvínað mjög.

Hann heldur hins vegar ótrauður áfram skrifum sínum á Twitter.