Samkvæmt nýjustu tölum á síðu Market Watch hefur markaðurinn fyrir tyggigúmmí í Bandaríkjunum dregist saman um 20% á síðustu fimm árum og sala hefur dregist saman um 11%. Á síðastliðnu ári drógst markaðurinn saman um 3% og sala um 5%.

Á sama tíma er sala á myntum að aukast umtalsvert. Á síðastliðnum fimm árum hefur sala á myntum í Bandaríkjunum aukist um 20%. Sala á sterkari myntum, sem eiga að veita neytendum ferskari andardrátt, hefur sérstaklega aukist, en sala á þeim jókst um 27% á síðustu fimm árum og um 6,4% á síðasta ári.

Enn er óvíst hvað er nákvæmlega að valda þessari dræmu sölu á tyggigúmmíi hins vegar er augljóst að margir eru hættir að tyggja gúmmí og farnir að sjúga myntur í staðinn. Margar ástæður geta verið fyrir þessu, en myntur hafa ýmislegt fram yfir tyggjó, þær eru meðal annars umhverfisvænni því ekki þarf að skyrpa þeim aftur út úr sér og geta verið ódýrari en tyggjópakkar.