Nærri 16 þúsund einstaklingar í Bretlandi fengu ekki tilkynningu um að væru sýktir af kórónuveirunni sem veldur Covid 19 sjúkdómnum á milli 25. september til 2. október vegna villu í excel skjali.

Þurfa heilbrigðisyfirvöld þar í landi því nú að leita að þeim sem mögulega sýktust af viðkomandi einstaklingum sem og tölur yfir sýkta í landinu hafa verið vanáætlaðar undanfarna viku eða svo.

Ástæða mistakanna er sú að excel skjal sem tók við upplýsingum um sýkta einstaklinga til að færa í mælaborð stjórnvalda náði hámarksstærð og því fengu þeir 15.841 einstaklingar sem voru umfram og höfðu mælst jákvæðir í Covid 19 skimunum ekki boð um að fara í sóttkví.

Mistökin uppgötvuðust aðfaranótt laugardagsins 3. október þegar gögnin úr skjalinu voru færð í viðkomandi mælaborð en nú hefur verið komið í veg fyrir að þetta gerist aftur með því að skipta skjalinu upp í mörg skjöl.

Til að bæta upp fyrir skaðann hefur hringingum smitrakningarteymisins í Bretlandi verið fjölgað og reynt er að ná utan um þá sem gætu hafa smitast af þeim sem héldu uppteknum hætti í samskiptum í stað þess að vera í sóttkví.

Í umfjöllun Dailymail er talað um að stofnunin sem heldur utan um málefni sjúkdómsins sé þegar í því ferli að vera lögð niður en hver höndin bendir á aðra um það hverjum sé um að kenna.