Þýska fjártæknifyrirtækið Wirecard varaði við því í morgun að fyrri tilkynningar um starfsemi dótturfélaga í Asíu hafi ekki verið réttar og að hinar týndu 1,9 milljarðar evra væru líklega ekki til. Financial Times segir frá .

Í tilkynningu Wirecard í morgun kemur fram að fyrirtækið væri að rannsaka hvort dótturfélag þess, Third Party Acquiring (TPA) sem útvistar greiðslumiðlun í umdæmum þar sem Wirecard hefur ekki starfsleyfi, hafi í raun unnið í þágu fyrirtækisins.

Fjártæknifyrirtækið telur líklegt að reikningar í tveimur asískum bönkum sem notaðir voru fyrir greiðslur frá TPA séu í raun ekki til. Wirecard hafði áður haldið því fram að 1,9 milljarðar evra hafi verið lagðir inn á geymslureikninga í umsjón fjárhaldsmanna.

Sjá einnig: Wirecard týndi 1,9 milljörðum evra

Wirecard hefur einnig dregið til baka bráðabirgða ársreikning fyrir 2019 og fyrsta ársfjórðungsuppgjöri 2020 sem voru birt fyrr á árinu. Fyrirtækið mun nú ráðast í niðurskurðaraðgerðir, loka rekstrareiningum og taka skref til þess að „tryggja áframhald rekstursins“.

Þýska fyrirtækið sagði að það ætti í „uppbyggjandi viðræðum“ við hóp af bönkum vegna framlengingu á tveggja milljarða evra lánum til þess. Bankarnir eiga rétt á að rifta lánunum þar sem fyrirtækið braut skilmála þeirra með því að birta ekki endurskoðaðan ársreikning á föstudaginn síðasta.