Kýrin Týra í Hraunkoti í Skaftárhreppi hafði í lok nóvember mjólkað mest allra kúa síðustu tólf mánuði á undan. Nyt hennar vógu 12.554 kg sem þykir mjög gott þótt ekki sé um Íslandsmet að ræða, að því er fram kemur á vef Bændablaðsins. Það er jafnframt bent á að kýrin Fríða sem sömuleiðis er frá Hraunkoti, er í fjórða sæti á lista yfir nytjahæstu kýr landsins.

Í Bændablaðinu segir að í Hraunkoti séu greinilega bara úrvalskýr því búið var með hæstu meðalnytina yfir öll íslensk kúabú í lok nóvember, eða 8.341 kg. Næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð og þriðja búið í röðinni er í Reykjahlíð á Skeiðum.

Í Hraunkoti hafa þau Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir búið frá árinu 1979. Búið er blandað, 16-20 kýr ásamt kálfum og kvígum og um 200 vetrarfóðraðar ær, 16-20 kýr ásamt kálfum og kvígum.