Nokkur þúsund tyrkneskir hermenn fóru yfir landamæri í norðurhluta Íraks í gær til að veita kúrdískum skæruliðum eftirför. Þetta staðfesti háttsettur embættismaður í tyrkneska hernum við AP fréttastofuna. Hins vegar var því neitað að hér væri um einhvers konar innrás að ræða, líkt og ýmsir stjórnmálaleiðtogar í Tyrkalandi hafa talað fyrir undanfarna daga. Tyrkneski herinn hefur beðið stórnvöld um að þau veiti samþykki sitt fyrir stærri hernaðaraðgerðum gegn kúrdísku skæruliðunum ef til átaka kemur. Stjórnvöld hafa ekki enn gefið þeim formlegt leyfi.