Tyrkneska líran hefur lækkað um 7% það sem af er degi en dagslækkunin er sú mesta sem sést hefur í Tyrklandi síðan í lok árs 2021 þegar mikil gjaldeyriskreppa skall á. Fjárfestar segja að lækkunin bendi til þess að ríkisstjórnin sé að missa tökin á gjaldeyri landsins eftir endurkjör Erdogan forseta.

Hægt er nú að kaupa 23 lírur fyrir einn Bandaríkjadal.

Ólíkt kreppunni árið 2021 telja fjárfestar núverandi óvissu tengjast breytingum innan Tyrklands en forsetinn skipaði nýlega Mehmet Simsek sem fjármálaráðherra landins.

Þeir eru bjartsýnir um að sú fall lírunnar sé aðeins fyrsta skrefið í breytingum á rétttrúnaðarlegri hugsun Erdogan en nálgun hans gagnvart vöxtum í landinu hafa hrakið frá marga erlenda fjárfesta.