*

sunnudagur, 5. júlí 2020
Erlent 15. maí 2018 15:40

Líran fellur eftir ummæli Erdogan

Forseti Tyrklands vill hafa aukin áhrif á peningastefnu landsins.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
european pressphoto agency

Tyrkneska líran náði sögulegu lágmarki nú eftir að forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, lofaði að taka peningastefnu landsins fastari tökum ef hann sigrar kosningarnar í næsta mánuði. Þetta kemur fram í frétt frá Financial Times.

Hann endurtók jafnframt loforð sitt um að lækka vexti. En forsetinn mun koma til með að meiri áhrif á peningastefnuna en áður hefur verið. Erdogan játaði í samtali við Bloomberg Television að það gæti ollið einhverjum óþægindum en taldi það samt sem áður nauðsynlegt. Ástæðurnar segir hann vera þær að þeir sem beri ábyrgðina skuli hafa valdið til að stjórna.

Í mörg ár hefur Erdogan tjáð sig um andúð sína á vaxtahækkunum. Í síðustu viku sagði hann þær vera rót alls ills. Hann lagði sérstaka áherslu á það að hann myndi ekki umbera það að seðlabanki landsins myndi hækka vexti. 

Í lok viðtalsins sagði hann þó að þrátt fyrir afstöðu sína væri seðlabankinn að sjálfsögðu sjálfstæður, þó svo hann ætti að fylgja vilja forsetans. 

Stikkorð: Erdogan líra