U2 hafa ákveðið að semja aftur við útgáfufyrirtækið Islands Records. Það er sama fyrirtækið og uppgötvaði hljómsveitina rétt fyrir árið 1980.

Félagarnir í U2 ákváðu að hætta viðskiptum við Island Records fyrir rúmum sjö árum og töldu að fyrirtækið sýndi hljómsveitinni ekki sanngirni. Á næsta ári kemur aftur á móti ný plata og er það Islands Records sem gefur plötuna út.

Islands Records hafa gefið út plötur með fjölmörgum velþekktum tónlistarmönnum. Þar á meðal eru Bob Marley, Grace Jones og Tom Waits.

Breska blaðið Guardian greindi frá.