Útgerðarfélag Akureyrar, áður Brim og nú dótturfélag Samherja frá miðju ári 2011, hagnaðist um tæplega 8,9 milljónir evra á árinu 2012, eða jafnvirði rúmlega 1,4 milljarða króna samkvæmt núverandigengi krónunnar gagnvart evru. Stjórnin ákvað að greiða helming hagnaðar út í arð til eigenda, að því er segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins.

Hagnaður félagsins jókst verulega milli ára en hann nam tæpum 4 milljónum evra árið 2011. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var um 15.250 þúsund evrur árið 2012. Útgerðarfélag Akureyrar gerir út tvö skip og rekur landvinnslu á Akureyri og Laugum í Reykjadal. Framkvæmdastjóri félagsins er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn stærsti eigandi Samherja.