Borgarráð Berlínar hefur bannað notkun á snjallsíma forritinu Uber í borginni. Þetta mun hafa verið gert vegna öryggishættu og mun Uber vera sektað um 25.000 evrur, eða sem nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna, brjóti það lögin.

Forsvarsmenn Uber hafa sagst munu berjast gegn banninu. Þetta er nýjasta dæmið um evrópska borg sem hefur mótmæli forritinu. Auk þess sem staðið hefur verið fyrir mótmælum gegn Uber í mörgum evrópskum borgum, meðal annars í London.

Ein meginástæða þess að forritið sé bannað í Berlín er að farþegar eru ekki tryggðir um borð í bifreiðinni eins og þeir eru í leigubílum. Uber hóf að bjóða þjónustu sína í Berlín í febrúar á síðasta ári.