Uber hefur fengið starfsleyfi sitt í London endurnýjað, en þó aðeins til skamms tíma, eða 15 mánaða. Þetta kemur fram á vef BBC.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í vikunni, þá synjaði TfL Uber um starfsleyfi í London í september í fyrra. TfL er stofnun sem sér um leyfisveitingar fyrir samgöngur í London.

Borgarstjóri London, Sadiq Khan, segir að eftir fjölda ára af illa skipulagðri starfsemi í London, hafi Uber játað því að ákvörðun TfL um að hafna fyrirtækinu um áframhaldandi starfsemi hafi verið rétt og brugðist við þessari niðurstöðu með nauðsynlegum breytingum.