Farveitan Uber mun greiða meira en tvær milljónir dala í bætur og hætta að rukka fatlaða farþega biðtímagjöld vegna sáttar við bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Reuters greinir frá.

Farveitan var sökuð um að rukka fatlaða einstaklinga sem eru lengur að koma sér fyrir sérstakt aukagjald. Uber byrjaði að rukka biðtímagjald í völdum borgum í apríl 2016. Gjaldtakan hefst tveimur mínútum eftir að bíllinn mætir til farþegans. Uber segir að meðalbiðtímagjald sé innan við 60 sent, eða inna við 82 krónur.

Sem hluti af tveggja ára sáttasamkomulagi ber Uber að leggja niður biðtímagjöld fyrir farþega sem eru skráðir sem fatlaðir. Farveitan þarf að greiða um 1,74 milljónir dala, eða sem nemur ríflega 240 milljónum króna, til meira en þúsund farþega sem sendu inn kvörtun og um 500 þúsund dali til annarra einstaklinga sem urðu fyrir neikvæðum áhrifum af umræddum viðskiptaháttum.