Leigubílaþjónustan Uber hefur selt starfsemi sína í Kína til þarlends keppinautar, Didi Chuxing. Uber hefur verið starfandi í Kína frá árinu 2014, en hefur ekki enn skilað hagnaði í landinu.

Hörð samkeppni hefur verið milli fyrirtækjanna og hefur Didi Chuxing verið með um 87% markaðshlutdeild, að því er segir í frétt BBC.

Forstjóri Didi Chuxing mun ganga í stjórn Uber og mun forstjóri Uber ganga í stjórn kínverska fyrirtækisins. Didi Chuxing er m.a. í eigu internetrisans Alibaba og hefur einnig fjárfest í bandarískum keppinaut Uber, Lyft.