Leigubílafyrirtækið Uber mun segja upp 600 manns í Indlandi eða um 25% vinnuafls fyrirtækisins þarlendis. Indland er einn af stærstu mörkuðum Uber í Asíu en fjöldi ferða á viku í Indlandi nam 14 milljónum á síðasta ári. Financial Times greinir frá.

Niðurskurðurinn í Indlandi er hluti af alþjóðlegri endurskipulagningu Uber sem felur í sér lokun á 45 skrifstofum og 6.700 uppsagnir en félagið er um þessar mundir að endurskoða stöðu sína í Asíu. Uber gaf einnig út í síðustu viku að það hygðist loka höfuðstöðvum sínum í Singapúr sem opnuðu í apríl á síðasta ári.

Heimsfaraldurinn hefur reynst Uber erfiður í Indlandi en allar almenningssamgöngur og leigubílastarfsemi voru bannaðar í nokkrar vikur. „Áhrif Covid-19 og óútreiknanlegi batinn framundan hefur neytt Uber India SA til fækka starfsfólki,“ sagði Pradeep Parameswarar, forseti Uber India and South Asia.

Starfsfólki sem sagt verður upp mun fá að lágmarki tíu vikna launagreiðslu ásamt lækningatryggingar næstu sex mánuðina, samkvæmt tilkynningu félagsins.