*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Erlent 31. maí 2019 19:01

Uber tapaði milljarði dollara

Uber tapaði milljarði dollara á síðasta ársfjórðungi. Hlutabréf þess hafa lækkað um 11% frá skráningu á markað.

Ritstjórn
Leigubílafyrirtækið Uber var skráð á markað þann 10. maí síðastliðinn.
epa

Leigubílafyrirtækið Uber tapaði milljarð dölum – ígildi yfir 120 milljarða króna – á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í fyrsta fjórðungsuppgjöri sem félagið birtir eftir frumútboð og skráningu á markað fyrr í mánuðinum. BBC segir frá.

Tekjur félagsins jukust þó um fimmtung og námu 3,1 milljörðum dala, og notendum fjölgaði á tímabilinu.

Afkoman var auk þess í takt við væntingar greiningaraðila, og verð hlutabréfa félagsins hélst nær algerlega óbreytt eftir tilkynninguna, en það hefur lækkað um 11% frá skráningunni.

Hörð samkeppni hefur verið milli Uber og helsta keppinautar þess, Lyft, sem einnig var skráð á markað nýlega.

Stikkorð: Uber