UBS, einn stærsti fjárfestingabanki Evrópu, birti í morgun afkomuviðvörun vegna þriðja fjórðungs. Í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér kemur fram að talið er að tap bankans á fjórðungnum verði á bilinu 600-800 milljónir svissneskra franka eða um 32-42 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

?Ástæðan er afskriftir af skuldabréfasafni bankans en þær eru taldar nema fjórum milljörðum svissneskra franka. Þetta er þvert á spár greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir hagnaði uppá 3,3 milljarðar svissneskra franka á þriðju fjórðungi,? segir í Morgunkorni.

?Í kjölfarið hætti fjármálastjóri bankans störfum sem og yfirmaður fjárfestingasviðs bankans. Bankinn greindi frá því samhliða afkomuviðvöruninni að hann hygðist segja upp 1500 starfsmönnum til að spara kostnað. Gengi bréfa í félaginu féllu 4,3% við fréttirnar í morgun og hafa alls lækkað um 17% á þessu ári.?