Samkvæmt frétt Reuters mun UBS bankinn fækka starfsmönnum sínum um 10% í fjárfestingarbönkum sínum og viðskiptadeild bankans.

Hjá UBS starfa 22.000 manns út um allan heim, en bankastjóri bankans, Marcel Rohner, sagði fjárfestum fyrr í þessum mánuði að „starfsmannamál í fjárfestingabankanum munu halda áfram að verða aðlöguð samhliða þeirri þróun sem verður á markaðnum.”

Bankinn tilkynnti nýlega að hann ætlaði að afskrifa 19 milljarða vegna hruns á markaði með fasteignatryggða fjármálagjörninga.