Stjórnvöld í Sviss hafa ákveðið að styðja á bakvið þarlendum bönkum með því að leggja UBS bankanum til sex milljónir franka (um 5,3 milljarðar dala) gegn því að fá 9,3% hlut í félaginu.

Frá þessu er greint á fréttavef BBC en þar er jafnframt tekið fram að Svisslendingar séu þar með síðasta þjóðin í Vestur Evrópu sem stendur í björgunaraðgerðum vestrænna banka.

Yfirvöld buðu einnig Credit Suisse aðstoð en bankanum tókst sjálfum að afla sér um 10 milljarða franka frá alþjóðlegum fjárfestum með hlutafjárútboði.

Svissneski Seðlabankinn, Swiss National Bank segir að aðgerðir séu til að auka stöðugleika í fjármálakerfinu en í tilkynningu bankans kemur þó fram að svissneskt efnahagslíf standi stöðugt.

UBS hefur tapað miklu fjármagn á síðustu misserum vegna lausafjárkrísunnar. Bankinn hagnaðist þó um 296 milljónir franka á þriðja ársfjórðungi og má rekja hagnaðinn til sjóða í eigu bankans að því er fram kom í tilkynningu. Fjárfestingasvið bankans tapaði hins vegar um 2,8 milljörðum franka.

Þá má búast við Credit Suisse tilkynni í næstu viku um tap upp á 1,3 milljarða franka á þriðja ársfjórðungi.