Svissneski bankinn UBS, sem hefur orðið verst úti af evrópskum bönkum vegna undirmálslánakrísunnar vestanhafs, tilkynnti í gær að mettap yrði á afkomu bankans á síðasta ári.

Bankinn væntir þess að tapið á síðasta ári muni nema ríflega 4 milljörðum Bandaríkjadala, sem má einkum rekja til frekari afskrifta á fjármálagjörningum með tengsl við bandarísk undirmálslán. UBS á von á því að afskriftirnar muni nema 14 milljörðum dala, en í desembermánuði sagðist bankinn hafa afskrifað 10 milljarða dala.