Sátt hefur náðast í deilu bandarískra skattayfirvalda og svissneska bankans UBS vegna deilu um möguleg skattaundanskota.

Forsaga málsins er sú að bandarísk skattayfirvöld hafa nú í tæp tvö ár ásakað bankann fyrir að hjálpa efnuðum bandarískum skattgreiðendum að flytja fjármagn sitt í skattaskjól erlendis. Þessu hefur bankinn að sjálfsögðu neitað en skattayfirvöld hafa farið fram á að fá lista yfir viðskiptavini bankans til að hægt sé að athuga eignir þeirra betur.

Málinu lýkur nú með því að UBS greiðir um 780 milljóna dala stjórnvaldssekt og í framahaldinu hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið ákveðið að hætta öllum rannsóknum á bankanum sjálfum. Því samkomulagi var þinglýst í Flórída.

Það sem skiptir líklega enn meira máli er að bankinn hefur samþykkt að láta af hendi nöfn valinkunnra viðskiptavina sem er þó þvert gegn vilja yfirvalda í Sviss sem hafa krafist þess að viðskiptavinir svissneskra banka njóti trúnaðar og eigi það ekki á hættu að bankarnir gefi upp nöfn þeirra.

Það er því ljóst að málinu er engan vegin lokið þó sátt hafi náðst um málið í bili.