Fjármálaþjónustufyrirtækið UBS hefur hækkað markgengið á Kaupþingi [ KAUP ] í 650 krónur á hlut úr 600 í kjölfar ákvörðunar bankans um að hætta við samrunann við hollenska viðskiptabankann NIBC, í ljósi þess að óraunhæft er að ætla að samlegðaráhrif yrðu á tekjuhliðinni og markaðsaðstæður ekki hliðhollar. Þetta kemur fram í frétt Dow Jones-fréttaveitunnar. Gengi Kaupþings var 700 krónur á hlut við lok markaðar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

UBS hefur lækkað markgengi Glitnis [ GLB ] í 17 krónur á hlut úr 20 krónum og heldur eftir sem áður ráðgjöf um sölu bréfanna í kjölfar þess að uppgjörið fyrir fjórða fjórðung var undir væntingum. Markaðsgengið var 17,1 króna á hlut við lok markaðar í gær.