Stjórnendur svissneska risabankans hafa átt í vök að verjast undanfarna daga frá því að upp komst um tveggja milljarða dollara, 230 milljarða króna, tap 31 árs gamals miðlara hjá bankanum, Kweku Adoboli. Hluthafar bankans spyrja eðlilega; hvernig gat þetta gerst? Samkvæmt frásögn Wall Street Journal hafa eftirlitsstofnanir yfirheyrt stjórnendur bankans undanfarna daga vegna málsins. Viðskiptin snúast um afleiðuviðskipti þar sem veðjað var á tiltekna þróun á markaði, sem síðan gekk ekki eftir. Eftir því sem Wall Street Journal kemst næst voru viðskiptin ekki heimiluðu af yfirmönnum bankans. Öll kurl eru þó ekki komin til grafar enn þar sem málið er til rannsóknar.