Svissneski bankinn UBS var rekinn með meira tapi en búist hafði verið við í fyrra, samkvæmt uppgjöri sem birt var í morgun. Bankinn tilkynnti um leið um frekari uppsagnir í fjárfestingarbankastarfsemi sinni. Alls verður meira en 2000 manns sagt upp, að því er segir í WSJ.

Tap UBS í fyrra nam nær 20 milljörðum svissneskra franka, jafnvirði 13,2 milljarða evra, og mesta tap eins fyrirtækis í sögu Sviss, að því er segir í frétt FT.

Tapið var meira en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir og á fjórða fjórðungi einum tapaði bankinn 8,1 milljarði svissneskra franka.

Svissneska ríkið bjargaði UBS frá falli í október í fyrra.