*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 23. apríl 2019 19:15

UBS og Deutsche ræða samruna

Við samruna eignastýringar UBS og Deutsche Bank yrði til stærsta félag í eignastýringu í Evrópu.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar UBS eru í Zurich í Sviss aðeins 400 kílómetrum frá höfuðstöðvum Deutsch Bank í Frankfurt
epa

Eignastýringararmur Deutsche Bank og UBS eiga nú í viðræðum um samruna, að því er Financial Times greinir frá. Gangi samruninn eftir verður sameinað félag það stærsta sinna tegundar í Evrópu eða á pari við franska félagið Amundi sem í dag er með eignir upp á 1,4 þúsund milljarða evra í stýringu. 

Eignastýring Dautsche er í kringum 662 milljarðar evra og UBS um 700 milljarða evra. Financial Times segir að sameinaður sjóður sé betur í stakk búinn til þess að keppa við bandaríska sjóði eins og BlackRock og Vanguard, sem hafi yfir 11,7 þúsund milljarða dollara í stýringu. Samkeppnin hafi harðnað á undanförnu og hefur hallað á hjá sjóðum sem hafa minna en 1.000 milljörðum dollara yfir að ráða. 

Blaðið tekur fram að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi staðið yfir í nokkra mánuði sé enn langt í land og ekki sé reiknað með að niðurstaða verði tilkynnt á næstu dögum.