Enginn banki stýrir stærra eignasafni en UBS, eftir að eignir svissenska bankans í stýringu urðu verðmætari en þær eignir sem Bank of America stýrir. Mikill vöxtur hefur mælst í eignastýringum stórra fjármálafyrirtækja, eftir fall í kjölfar fjármálakrísunnar. Virði eigna sem fjármálastofanir sýsla með fyrir hönd viðskiptavina sinna eru nú orðnar verðmætari en þær voru fyrir hrun.

Financial Times fjallar um stöðu eignastýringa í dag. Á síðustu tólf mánuðum hafa eignir í stýringu UBS hækkað um 9,7% og nema nú samtals um 1.700 milljörðum dala. Heilt yfir markaðinn hafa eignir í stýringu hækkað um 8,7% á síðasta ári. Virði þeirra er talið vera um 18.500 milljarðar Bandaríkjadala. Aukningin er rakinn til batnandi ástands á mörkuðum og fjölgandi milljónamæringum í heiminum.

Fram kemur í umfjöllun Financial Times að eignastýring safnist í dag á færri hendur en áður. Stórir bankar á borð við Morgan Stanley, Deutsche Bank og Goldman Sachs hafi að undaförnu lagt aukna áherslu á eignastýringu, samhliða minnkandi tekjur af ýmissi fjárfestingabankastarfsemi.