Andreas Haakansson, greinandi hjá UBS, segir að Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-Thani hafi keypt 5,01% hlut í Kaupþingi á sanngjörnu verði.

Kaupgengið var 690 krónur á hlut og kaupverðið 25,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Kaupþing hefur hækkað um 3,6% skömmu eftir opnun markaðar og er gengið 740. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,8% á sama tíma og er 4.171 stig.