Svissneski bankinn UBS mun á næstu misserum segja upp allt að tvö þúsunda manns á fjárfestingasviði bankans og í kjölfarði kemur mikil endurskipulagning á starfssemi bankans á því sviði.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC í dag.

Í frétt BBC kemur fram að UBS hyggst nú einbeita sér að þeim sviðum sem bankinn telur að færa muni stöðugri tekjur og verður nokkuð dregið úr áhættusækni bankans.

UBS hefur komið illa út úr lausafjárkrísunni. Þannig hefur bankinn afskrifað rúma 42 milljarða Bandaríkjadala á einu ári að sögn BBC. Eftir að starfsmönnunum hefur verið sagt upp munu tæplega 17 þúsund manns vinna hjá bankanum. Um 4 þúsund manns hefur verið sagt upp nú þegar síðustu 12 mánuði.