UBS kennir Nasdaq OMX Group um nærri 350 milljóna dala tap sem bankinn varð fyrir þegar Facebook var skráð á markað. UBS skoðar nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn Nasdaq, en kerfi kauphallarinnar bilaði á fyrsta degi Facebook á markaði.

Wall Street Journal greinir frá málinu. Ekki er vitað hvort UBS eigi enn bréf í Facebook, sem hafa lækkað mikið frá skráningu. Lækkunin nemur nú nærri 30%.