Sérfræðingur UBS, David Blanco, reiknar með því að gengi bréfa fjármálafyrirtækja muni hækka um fimmtung eða 20% á síðari helmingi þessa árs.

Mat hans byggir á því hversu illa bréf fjármálafyrirtækjanna hafa staðið sig í samanburði við hlutabréfamarkaðinn í heild að því er fram kemur í frétt Direkt-fréttastofunnar.

Þá gerir UBS einnig rá fyrir því að hagnaður fjármálafyrirtækjanna muni aftur færast nær því sem sé í  „eðlilegu ástandi“ .