Hagnaður UBS, stærsta banka Evrópu, jókst um 79% á öðrum ársfjórðungi eftir að bankinn seldi 20,7% hlut í Julius Baer Holding. Hagnaður bankans nam samtals 5,62 milljörðum svissneskra franka og var afkoman yfir væntingum greiningaraðila.

Hins vegar greindi UBS frá því Dillon Read vogunarsjóður bankans hefði tapað 230 milljónum franka á ársfjórðungnum. Bankinn varaði jafnframt við því að vegna breyttra aðstæðna á fjármálamarkaði myndi hagnaðar UBS á síðari hluta ársins dragast saman frá því í fyrra. Hlutabréf UBS féllu um 3,9%.