*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 9. febrúar 2019 18:01

Uggandi yfir verkfallsvopninu

Ferðaþjónustan eru uggandi yfir stöðu kjaraviðræðnanna og óttast að verkfallsvopninu verði beint að ferðaþjónustunni.

Ingvar Haraldsson
Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Haraldur Guðjónsson

Ýmsir innan ferðaþjónustunnar eru uggandi yfir stöðu kjaraviðræðnanna og óttast að verkfallsvopninu verði beint að ferðaþjónustunni. „Við vitum að ferðaþjónustan hefur áður verið skotspónn verkfalla. Ýmsir verkalýðsleiðtogar sem núna eru við samningaborðið hafa nánast lýst því yfir undanfarna mánuði að þeir séu tilbúnir að skoða ýmsa hluti sem geti haft töluvert neikvæð áhrif á flug til landsins og hins vegar ferðaþjónustuna í heild sinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Þannig að við höfum töluvert miklar áhyggjur af því að ef til verkfalla eða átaka á vinnumarkaði komi muni það bitna á ferðaþjónustunni. Auglýsingar frá Eflingu fyrir skömmu gefa nokkuð skýr skilaboð hvernig þau samtök líta á ferðaþjónustuna,“ segir hann. Jóhannes Þór telur ljóst að ef leiðum inn í landið yrði lokað myndi það hafa verulega slæm áhrif á mörg ferðaþjónustufyrirtæki. Auk þess sé hætta á að það skaði orðspor Íslands sem ferðamannalands. Jóhannes Þór segir engar fastmótaðar hugmyndir hafa verið lagðar fram um verkföll tengd ferðaþjónustunni. „En það hefur ekki farið leynt að hugur ýmissa hefur verið að gera ferðaþjónustuna að skotspæni ef til þess kæmi,“ segir Jóhannes Þór.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.