*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Fólk 12. febrúar 2019 18:02

Ugla og SNARK í samstarf

Ugla Hauksdóttir og framleiðslufyrirtækið SNARK hefja samstarf í tengslum við auglýsingaframleiðslu.

Ritstjórn
Ugla Hauksdóttir hefur meðal annars leikstýrt einstökum þáttum í þáttaröðinni Ófærð.
Aðsend mynd

Ugla Hauksdóttir og SNARK framleiðslufyrirtæki, hafa hafið samstarf í tengslum við auglýsingaframleiðslu, samkvæmt tilkynningu frá SNARK.

Ugla Hauksdóttir er sögð hafa verið áberandi hér á landi undanfarin misseri eftir útskrift hennar úr Columbia háskólanum í Bandaríkjunum. Ugla var valin besti kvenleikstjórinn af Directors Guild of America fyrir stuttmyndina „How far she went“. Auk þess hefur Ugla leikstýrt tónlistarmyndböndum sem sögð eru hafa hlotið mikið lof fyrir fagurfræði og stíleinkenni.

Undanfarið hefur Ugla einnig starfað á Íslandi, en hún er nýkominn frá því að leikstýra þáttaröðinni Ófærð 2 sem er í sýningu á RÚV.

Nú stefnir Ugla á að vinna með íslenskum fyrirtækjum í auglýsingagerð og verður í samstarfi með SNARK. “Ég hef hugsað til íslenska auglýsingamarkaðsins í nokkurn tíma núna og er mjög spennt að vinna með íslenskum fyrirtækjum í þeirra herferðum,“ er haft eftir Uglu.

“Við höfum fylgst með Uglu lengi og það er útséð að Ugla er ein af hæfileikaríkustu leikstjórum í dag, og við hlökkum mikið til komandi missera,“ Segir Ólafur Páll framkvæmdastjóri SNARK.