Seðlabanki Úkraínu hækkaði stýrivexti óvænt í gærkvöldi. Stýrivextir hafa verið óbreyttir í átta mánuði. Hækkunin er gerð í því skyni að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, styðja við gengi gjaldmiðil landsins og draga úr verðbólgu.

Stýrivextir í Úkraínu voru áður 6,5% en eru nú 9,5%.

Breska dagblaðið Financial Times segir bankastjórn seðlabanka Úkraínu mikilvægt að styðja við gjaldmiðil landsins og róa fjármálamarkaðinn, sem hafi einkennst af óvissu og óstöðugleika í kjölfar stjórnarskipta og innlimunar Rússa á Krímskaga.