Æfingar úkraínska hersins á þýsku Leopard skriðdrekana hefjast í næstu viku . Financial Times greinir frá.

Evrópusambandið kostar æfingarnar. Að sögn heimildarmanna FT er allt til reiðu fyrir æfingarnar.

Evrópuríkin og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að láta Úkraínumenn hafa minnst eitthundrað skriðdreka.

Líklegt er þó að enn fleiri skriðdrekar verði afhentir. Líklegra er að Leopard verði stærstur hluti þeirra þar sem þeir eru einfaldari en Abrams skriðdrekar Bandaríkjamanna.

Hér má sjá ágætt myndband um muninn á skriðdrekum vesturveldanna og Rússa.