Úkraínsk stjórnvöld hafa útilokað afborgun af skuldabréfi útgefnu af Rússum að upphæð þriggja milljarða bandaríkjadollara sem fyrirhuguð var á sunnudaginn. Rússar hafa í kjölfarið hótað málaferlum.

„Úkraínska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta greiðslum á svokallaðri Rússa-skuld frá og með deginum í dag,“ sagði Arseniy Yatseniuk, forsætisráðherra Úkraínu í dag. „Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að samþykkja tillögur okkar,“ bætti hann við auk þess sem hann greindi frá því að skuld tveggja úkraínskra ríkisstofnana til rússneskra banka upp á mörghundruð milljón dollara verður ekki greidd.

Rússnesk stjórnvöld keyptu skuldabréfið fyrir tveimur árum, nokkrum mánuðum áður en Viktor Yanukovych, þáverandi forseti Úkraínu, var sviptur völdum.

Nánar er fjallað um málið á vef Bloomberg og Financial Times .